Flísalagnir, flotun, viðgerðir á múr, nýsmíði, uppsteypa, sjónsteypa, steining, arinsmíði, fínpússning, fíltun og sérstök múrverkefni eru hluti af þeim verkefnum sem Aðalmúr tekur að sér.
Við græjum múrverkið fyrir þig
- Úti eða inni - allt múrverk er okkar mál.
- Viðgerðarefni eru dýr og því dýrt að "gera við" án faglegrar kunnáttu.
- Láttu fagmanninn um verkið.
Flísalagnir eru stór þáttur í verkefnum Aðalmúrs. Litlar eða stórar flísar - stærðin skiptir ekki máli. Gólf, veggir, sturtubotnar, innréttingar, utanhúss eða innanhúss allt eftir óskum viðskiptavinarins.
Allt í kringum flísalagnir gerum við fyrir þig
- Við sjáum um uppbrot á flísum fyrir verkefni
- Við gerum allan undirbúning fyrir flísalögnina, á borð við flotun.